Náttúruhamfarir og tryggingar

 Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og stjórn­ar­formaður Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, skrifaði grein um tryggingar sem birtist í Morgunblaðinu þann 29/1/2024.

Sigurður útskýrir tilkomu tryggingasjóðsins og regluverkið sem gildir um hann, en sjóðnum var komið á fót eftir eldgosið í Heimaey.

Sigurður útskýrir málið vel og greinin er gott innlegg inn í þá umræðu sem er og mun væntalega verða, vegna tjónsins sem orðið er í Grindavík; tjón sem enginn veit í raun hve mikið verður fyrr en að hamförunum loknum.

Sigurður bendir m.a. á eftirfarandi:

,,Íslend­ing­ar eru lán­sam­ir að hafa sýnt þá fyr­ir­hyggju að koma á fót nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­um í kjöl­far eld­goss­ins í Eyj­um. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Íslands (NTÍ) gríp­ur fólk og kem­ur því til aðstoðar þegar nátt­úru­ham­far­ir verða og bæt­ir tjón sem verður á vá­tryggðum eign­um af völd­um þeirra.“ og minnir á að

,,Slíkt fyr­ir­komu­lag var ekki til staðar fyr­ir eld­gosið í Eyj­um“.

Greininni lýkur með eftirfarandi áminningu sem frekar mætti kalla hvatningu:

,,Hvernig sem aðgerðirn­ar munu reyn­ast er nauðsyn­legt að draga lær­dóm af at­b­urðunum í Grinda­vík.

Þegar er ljóst að ham­far­irn­ar munu ganga nærri sjóðum NTÍ. Í kjöl­farið er nauðsyn­legt að fjár­mögn­un NTÍ verði tryggð svo stofn­un­in geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um sín­um í framtíðinni, því sag­an mun end­ur­taka sig.

Ham­far­irn­ar ættu líka að vekja stjórn­mála­menn til um­hugs­un­ar um mik­il­vægi þess að fyr­ir hendi sé vara­sjóður, sem nefnd­ur hef­ur verið Þjóðarsjóður, sem nýta má þegar tjón verður sem hvorki hefðbundn­ar vá­trygg­ing­ar né nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar bæta.

Nauðsyn Þjóðarsjóðs blas­ir eig­in­lega við nú þegar nauðsyn­legt þykir að ráðast í upp­kaup á fjölda fast­eigna í Grinda­vík sem ekki er víst að fá­ist bætt­ar, í stað þess að fjár­magna kaup­in úr rík­is­sjóði eða með sér­tækri skatt­heimtu.

Þetta reynd­um við líka í covid-19-far­aldr­in­um og í kjöl­far hruns­ins. Í báðum til­vik­um varð þjóðarbúið fyr­ir meiri hátt­ar efna­hags­áföll­um. Ófyr­ir­séð rösk­un á sam­göngu­innviðum og orku­fram­leiðslu­kerf­um okk­ar, að ógleymd­um vist­kerf­is­breyt­ing­um, gæti í framtíðinni haft í för með sér al­var­leg efna­hags­leg áföll.

Slík­an sjóð mætti starf­rækja til hliðar við NTÍ. Hann mætti fjár­magna með afrakstri af sam­eig­in­leg­um nátt­úru­auðlind­um okk­ar, t.d. arðgreiðslum frá Lands­virkj­un eða öðrum ábata af nýt­ingu auðlind­anna.

Reynsl­an sýn­ir að minnsta kosti að til mik­ils er að vinna fyr­ir okk­ur að vera vel und­ir­bú­in næst þegar áföll af þeirri stærðargráðu sem við nú upp­lif­um dynja á okk­ur.“

Vonandi er hægt að lesa greinina af myndinni og/eða í Morgunblaðinu, hafi menn aðgang að því.

Færðu inn athugasemd