Í frétt í Morgunblaðinu er sagt frá hugmyndum ríkisstjórnarinnar um hvernig hægt verði að koma íbúum Grindavíkur til hjálpar.
Fyrirsögn blaðsins:

Tillögurnar eru af ýmsum toga og vonandi er, að þær fái farsæla afgreiðslu á alþingi, þannig að sjái fyrir endann á þeirri klemmu sem íbúar Grindavíkur og fyrirtæki á staðnum hafa verið í.
Haft er eftir forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur:
„[…] við [verðum] að gefa Grindvíkingum tækifæri til þess að koma sér fyrir á öðrum stað með varanlegum hætti. […] Við ætlum að skoða uppkaupaleiðina, en erum líka að skoða þá leið að ríkið greiði Grindvíkingum út sitt eigið fé og að lánveitendur komi inn í þá mynd með sín veð og lán, þannig að Grindvíkingar hafi möguleika á að koma sér upp nýju húsnæði, en hafi einnig möguleika á að geta snúið aftur […]“
Og:
,,[…].að ríkið muni ráðast í uppbyggingu á húsnæði […], ásamt því að skapa forsendur sem tryggja Grindvíkingum forgang að húsnæði“.
Síðan segir:
,,[…] unnið [verði] að því að tryggja Grindvíkingum húsnæði þar til þeir geti komið sér fyrir í varanlegu húsnæði. Leigufélagið Bríet muni kaupa 50 íbúðir til viðbótar […]. Jafnframt vinni Bjarg íbúðafélag að því að kaupa 60 íbúðir fyrir Grindvíkinga […] þá muni ríkið taka á sig greiðslu vaxta og verðbóta af húsnæðislánum í Grindavík hjá þeim sem kjósa að selja ekki húsnæði sitt.„
Þá segir, að ætlunin sé að veita Grindvíkingum húsnæðisstuðning líkt og verið hefur og að hann verði framlengdur til loka júnímánaðar næstkomandi.
Ætlunin er að sjá til þess að fólk geti tekið út eigið fé, sem það á í fasteignum sínum í Grindavík, til fjárfestingar á nýjum stað, eins og það er orðað.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar nefndu eitt og annað sem hægt væri að gera, en eins og sjá má, var það Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem ein kom fram með bitastæða tillögu – samkvæmt því sem fram kemur í frásögn blaðsins – þar sem hún leggur til: ,,að þverpólitísk þingmannanefnd yrði skipuð til að undirbúa lagasetningu“ um málið.
Fulltrúi Pírata vildi þjóðfund, Viðreisnar þjóðstjórn og svo er að sjá sem Miðflokkurinn hafi ekki lagt neitt til og líklega er það eitt það besta sem frá þeim hefur komið!

Færðu inn athugasemd