Þriðjudagur til…

Það er þriðjudagur og lífið gengur sinn gang, líkt og á miðvikudeginum forðum og í fréttum sjáum við að ýmislegt hefur gerst eins og venjulega og sumt af því sem gerst hefur, líkar okkur vel en annað ekki.

Af því að landið okkar Ísland, er af eðlillegum ástæðum ofarlega í huga okkar margra, þá hugsum við, sem fjarri því erum heim og nýtum okkur nútímatækni til að afla okkur upplýsinga um hvað er að gerast á eyjunni okkar fögru; kíkjum í miðla og sjáum t.d. forsíðu Morgunblaðsins.

Þar er mynd af eldgosi sem hófst á Reykjanesi í gær, en myndin er fengin frá Landhelgisgæslunni.

Þar fyir neðan er síðan frásögn blaðsins af gosinu, þar sem segir að um sé að ræða stærsta gosið á svæðinu fram til þessa.

Þetta er það sem við höfum við að glíma og við vonum að skyrgámur haldi ró sinni!

En út í heimi er við ýmislegt annað að fást, svo sem sjá má á klippunni hér fyrir neðan.

Já, við skulum halda okkur fast og þökkum CNN ábendinguna!

Úrvalið í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er ekkert sérlega spennandi, svo það sé varlega orðað og ekki er líklegt að upp- ynging eigi sér heldur stað í Rússlandi.

Heimsmálin eru í vissu uppnámi, hvort heldur sem litið er til austurs, vesturs eða suðurs, en á þessum þriðjudegi til þrautar, ætlum við að reyna að hugsa sem minnst um það allt.

Það er svo margt annað sem að kallar og lífið hefur upp á að bjóða!

Færðu inn athugasemd