Formaður Samfylkingarinnar tók til umræðu á Alþingi hvernig skráningu á leiguhúsnæði fyrir ferðamenn getur verið háttað.
Í ljós kom að fyrir tilstuðlan fjármálaráðherra er hægt að reka gistiþjónustu fyrir ferðamenn í húsnæði sem skráð er sem almennt íbúðarhúsnæði.
Og það geta verið heilu blokkirnar!
Í frásögn Ríkisútvarpsins í hádegisfréttum í dag þann 7. desember mátti heyra hvað Þórdís Gylfadóttir hafði að segja þegar hún gekkst við klúðrinu eða ásetningnum.
Ræða Kristrúnar var hörð og vel rökstudd gagnrýni á vinnubrögð Þórdísar og var það að vonum, miðað við tilefnið.
Það væri æði margt sem myndi breytast ef almenna reglan væri með þessum hætti.
Einkabíllinn eða bílarnir gætu skapað tekjur, sumarbústaðirnir o.s.frv. …….

Færðu inn athugasemd