COP- ferðalagið mikla

Fólk er saman komið í hlýjunni og huggulegheitunum í Abu Dhabi til að ræða loftslagsmál og sölu á olíu.

Það er gott til þess að vita að gott fólk geti fundið sér eitthvað til dundurs og skemmtunar.

Og ekki er verra að það sé gert án útgjalda fyrir viðkomandi, að reikningurinn sé sendur vandræðalaust á skattborgaranna.

Ísland er fjölmennt og víðfeðmt og því þurfti að taka þátt í húllumhæinu með kraftmiklum hætti og ekki spillti fyrir að fá frítt far.

Á níunda tug fulltrúa þurfti til og galopinn rikissjóður – fullur af peningum – leysti ferðakostnaðarvandann.

Blessunarlega og af mikilli rausn.

Það var talað og talað og talað og loftslagsváin hjaðnaði við hvert orð sem af vörum hraut.

Að sjálfsögðu gerðist ekkert, enda ekki til þess, sem hrútarnir voru skornir.

Að fundinum loknum, fór svo hver heim til sín.

Fugl var út í mýri og úti ævintýri.

Færðu inn athugasemd