Maður með fortíð

Þegar karl nokkur liggur á dánarbeði upplýsir hann dóttur sína um að hann hafi komið undir sig fótunum með því að ræna banka.

Haldi menn að nú standi til að rifja upp íslenska hrunið, sem sumir eru farnir að rita með stórum staf, þá er ekki svo.

Leyndarmálið var dálítið öðru vísi og venjulegra.

Við sem höfðum gaman af að fara í bíó á fyrri árum munum fljótafgreiddari bankarán og verklegri, þar sem bófarnir héldu á byssum, sátu hests og voru verklegir í faginu, enda gaman að horfa á þá að verki.

Þeir voru líka svo háttvísir að þeir rændu ekki meiru en þeir gátu borið.

Gáfu ekki heldur stjórnmálaflokkum hús.

Líklega er það sem segir frá hér á tenglinum dálítið líkt því sem var en ekki því sem er.

https://www.cnn.com/2023/12/03/us/thomas-randele-ted-conrad-bank-robber-confession-cec

Færðu inn athugasemd