desember 2023
-
Runninn er upp síðasti dagur ársins og á morgun tekur við nýtt ár með nýjum áskorunum, vonum og væntingum. Ritari er ekki staddur í landi sínu á þessu tímabili hátíða og tímamóta og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Því verður honum hugsað til þeirra sjómanna, flugmanna og annarra sem…
-
Tveir Framsóknarmenn með Sjálfstæðismann að við teljum, á milli sín. Maðurinn til vinstri telur að byggja þurfi upp til að afla orku og segir það vera ,,nauðsynlegt til framtíðar“. Sá sem við höldum vera Sjálfstæðismann skrifar um ,,aparólur á Hellisheiði“, en konan sem er til hægri á þessari mynd ritar um orku sem hún segir…
-
Forstjóri Landsvirkjunar skrifaði gein í Morgunblaðið á dögunum, þar sem hann sagði frá því að um væri að ræða rándýran leka á raforku, en í greininni byrjar hann á að minna á hve vel við erum sett varðandi orku og segir m.a.: ,,Við Íslendingar höfum byggt upp öflugt orkukerfi sem er einstakt í heiminum, með…
-
Áður fyrr ímynduðu menn sér landið okkar dálítið öðruvísi en það síðan reyndist vera og svo dæmi sé tekið, þá er Reykjanesskaginn ekki sýndur hér eins og við eigum að venjast. Samt er hann þarna á myndinni og svo er enn í raunveruleikanum og hann lætur á sig minna svo sem flestum mun vera kunnugt.…
-
Það er kominn aðfangadagur jóla! Ritari þessarar síðu óskar öllum sem hafa haft nennu til að fylgjast með henni, sem og öðrum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Á Heimildinni sjáum við þessa fallegu og jólalegu mynd af Skólavörðustígnum í Reykjavík. Borginni sem ritara er alltaf kær, síðan hann naut seinni hluta barnæsku sinnar þar…
-
Í Morgunblaðinu sjáum við mynd af eldgosinu á Reykjanesi. Rætt er við jarðeðlisfræðing sem segir okkur að við verðum að venjast ,,tíðum“ gosum, eins og þar stendur. Hugurinn er hjá Grindvíkingum sem ekki komast til síns heima í aðdraganda stórhátíðarinnar, en við vitum að allt tekur enda, en hvenær það verður veit enginn. Við teljum…
-
Það er þriðjudagur og lífið gengur sinn gang, líkt og á miðvikudeginum forðum og í fréttum sjáum við að ýmislegt hefur gerst eins og venjulega og sumt af því sem gerst hefur, líkar okkur vel en annað ekki. Af því að landið okkar Ísland, er af eðlillegum ástæðum ofarlega í huga okkar margra, þá hugsum…
-
Við förum létt í þetta til að byrja með, en þyngjum það kannski þegar á líður. Á myndunum, sem fengnar eru annars vegar af visir.is (Halldór) og hins vegar af mbl.is (Ívar) sjáum við tekið á orkumálunum á hraðsoðinn og gamansaman hátt. Á þeirri til vinstri er túlkun á húllumhæinu sem fram fór í Abu…
