CNN fjallar um samningaviðræðurnar milli Hamaz og Ísraels og væntanleg fangskipti.

Við tökum eftir því að um er að ræða ,,gísla“ þegar rætt er um fangana hjá Hamaz, en þegar um er að ræða Ísrael, þá eru það ,,fangar“.
Fram kemur, að um getur verið að ræða bæði konur og börn hjá báðum aðilum.
Einnig eru fréttir á sama miðli um að Ísraelsher handtaki af miklum móð lækna sem þeir finna í Gaza.

Ætli þeir hafi ekki unnið það sér til óhelgi að hafa unnið að björgun mannslífa.
Það er ekki ofarlega á lista hjá þeim sem nú fer með æðstu völd í Ísrael.
Markmið virðist vera að útrýma núverandi byggð á svæðinu með því að eyðileggja alla innviði, sem ekki voru of sterkir fyrir, og síðast en ekki síst, drepa íbúana í leiðinni.
Aðferðin við eyðingu byggðarinnar er af því taginu, að ekki er hægt að komast hjá þvi að drepa og lemstra nær allt kvikt sem er innan svæðisins og þó um sé að ræða börn, þá skiptir það ekki máli; Það er bara fórnarkostnaður við að ná markmiðinu!
Fórnarkostnaður, til að Netanyahu geti hrósað sér af unnu verki og glaðst yfir árangrinum.
Þjóðin sem þola þurfti einhverjar mestu hörmungar sem sagan greinir, er þarna að verki.
Hver hefði átt von á því?
Hvað sem þessu líður, á að halda manndrápunum áfram, þar til kemur að næstu fangskiptum og þannig koll af kolli.
Hvað þessi ömurlega hringavitleysa á að þýða er nær ómögulegt að skilja.

Færðu inn athugasemd