Friður í sjónmáli?

Það gengur á ýmsu í henni veröld, þennan dag sem aðra daga.

Við sjáum í fréttaflutningi, að Úkraínar eru að tapa stríðinu, með þeirri undantekningu þó: að RÚV- ið okkar hefur fundið þess merki að úkraínskar hersveitir hafi ná að tylla tám sínum á eystri bakka fljóts þar austur frá.  

Það getur verið gott að halda í trúna, en rökhyggjan er þó skárri þegar á reynir og svipurinn sem er á Zelenski segir okkur talsvert. Líklega er farinn að læðast að honum grunur um að stríðið sé tapað og að spurningarnar sem þarf að svara snúist um hvernig komist verði standandi út úr þessum hörmungum.

Svarið liggur nokkuð ljóst fyrir og það er, að viðurkenna staðreyndir og sætta sig við að teygjan er að slitna,  taka þarf upp viðræður við andstæðinginn, en eins og málum er komið getur þurft á milligöngumanni að halda til að það geti átt sér stað.

Hver hann verður veit víst enginn og vandi verður um að spá hver fæst til verksins.

Fjölmargir hafa komið að málinu með einum eða öðrum hætti og þeir eru til sem hefðu getað, en eru búnir að koma ár sinni svo fyrir borð að þeir eru úr leik.

Þar eru íslenskar stjórnmálafígúrur framarlega á blaði. Þær tóku þann kost að stíga fram sem stuðningsmanneskjur Úkraínu, þurftu ekki að hugsa, en fundu það út með tilfinningunni að þar ættu þær að vera.

Nú er svo komið að Ísland er komið með utanríkisráðherra sem er herra, en hvort hann ber gæfu til að snúa við taflinu er hreint ekki víst, því krílríkið okkar hefur tekið svo eindregna afstöðu, byggða á gömlu en vel innrættu rússahatri, að vafasamt er að austur í Moskvu verði á þann mannskap hlustað.

Fyrir nú utan það, að af visku sinni tóku þær þá ákvörðun að kalla íslenska sendiherrann heim frá Moskvu og koma hinum rússneska í skilning um að veru hans væri ekki óskað á Íslandi.

Þannig er staðan þegar komið er að því að ljúka blóðsúthellingunum og eyðileggingum, að við erum úr leik, eða hvað?

Getur verið að hægt sé að laga og bæta, snúa blaðinu við og vinna að lausninni óhjákvæmilegu, af heilindum?

Nei, það er ekki líklegt og hverjir það verða sem koma til sögunnar er ekki gott að sjá, en hitt er víst, að ólíklegt er í meira lagi að okkar fólk komi þar við sögu sem talsmenn friðar og almennrar skynsemi.

Hver það verður veit víst enginn nákvæmlega núna, en við höldum í vonina um að einhver finnist til að stíga fram og vinna að lausn.

Að lausnin finnist með framgöngu íslenskra ráðamanna, – og konur eru líka menn munum það, er nánast útilokað, en það er til nóg af fólki í heiminum sem er með sæmilega góðu viti og því er engin ástæða að örvænta.

Við vonum hins vegar að þeir tímar komi að við eignumst aftur stjórnmálamenn, sem hugsa áður en þeir gera og gera þegar þeir hafa hugsað, eins og einhver sagði.

Umfjöllun CNN.COM sem varð til þessara hugleiðinga:

Ukraine: Exhausted and disappointed with allies, President Zelensky and military chief warn of long attritional war | CNN

Færðu inn athugasemd