Leitað að lykli

Fréttamaður Rúv fylltist skyndilegri löngun til að ,, slá í gegn“ með því að fara inn í yfirgefna íbúð í Grindavík.

Atvikið náðist á eftirlitsmyndavél sem fréttamaðurinn virðist ekki hafa tekið eftir, en eins og flestir vita, þá er ekki sérstaklega sniðugt að vaða óboðinn inn í íbúðarhús, þar sem eftirlitsbúnaður er í gangi.

Ekki er útilokað að fréttamaðurinn hafi lært af reynslunni og fundið sér heppilegri stað til athafna sinna.

Hvað gerist þar sem ekki er fylgst með, er spurningin sem vaknar í kjölfarið.

Við vitum ekki svarið, en getum leitt að líkum.

Líklega verður fréttamaðurinn sendur í frí og jafnvel á námskeið í hvernig skuli staðið að öflun frétta.

Við ætlumst til þess að ríkismiðillinn standi sig og vinni að fréttaöflun með heiðarlegum hætti.

Búið er að biðjast afsökunar, en ekki fylgdi sögunni hver viðbrögðin yrðu á fréttastofunni.

Það er meira en nóg sem hvílir á þeim sem hafa þurft að flýja heimili sín, þó ekki bætist við áhyggjur af því, að yfirgefin heimilin séu ekki óhult fyrir þeim sem leyft er að starfa á vettvangi.

Vonandi er um einstakt atvik að ræða, en eðlilegt er að fólk leiði hugann að því hvort svo sé en góðu fréttirnar eru þær að maðurinn hefur stigið fram, beðist afsökunar og segist vera miður sín yfir því sem hann gerði.

Færðu inn athugasemd