
Í vefritinu ZeroHedge er ágæt grein um vægi miðausturlanda í viðskiptum í heiminum.
Eins og við vitum þá er olían þar veigamikil en fleira kemur til s.s. sjá má á töflunni hér að neðan.

Í niðurlagi greinarinnar segir:
Í ljósi þess að olíuvinnsla gegnir mikilvægu hlutverki í hagkerfi heimsbyggðarinnar, bæði hvað varðar magn og verðmæti í viðskiptum, eru mörg af miðausturlöndum mikilvæg með tilliti til alþjóðamála.
Þjóðir eins og Sádí Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa bein áhrif á olíumarkaðinn og gegna lykilhlutverki við að ákvarða verðið á olíuvörum.
Vegna hins mikla útflutnings svæðisins, sem og innflutnings og mikilvægi olíu og gass um veröld víða, hafa átök í miðausturlöndum einnig mikil áhrif heimsmörkuðum.

Færðu inn athugasemd