Hræðslan, gæðin, og hræsnin

Á miðlinum Russya Today er farið yfir viðbrögð og það sem kalla má, fóbíu eða fælni.

Minnt er á þegar Kanadamaðurinn Anthony Rota mærði og heiðraði, úkraínskan mann sem barist hafði með nazistaher Hitlers í innrásinni í Sovétríkin í seinni heimsstyrjöldinni, sem vonandi verður ekki í framtíðinni, kölluð heimsstyrjöldin númer 2.

Sá kanadíski var orðinn svo heilaþveginn af úkraínskum samkenndaráróðri að hann taldi víst að allt illt sem beindist gegn Rússum, væri sjálkrafa af hinu góða.

Maðurinn mun hafa séð að sér eða orðið fyrir ,,þrýstingi“ í framhaldinu og sagt af sér, en hugsa má til þess, hvort íslenskum stjórnmálamanni myndi detta í hug, að draga sig í hlé vegna sambærilegra mistaka!

Schroeder, sem var kanslari á árunum 1998 til 2005, myndaði góð tengsl við Pútín í sinni embættistíð.

Eftir að hann lauk ferli sínum sem kanslari sat hann í stjórn fyrirtækisins sem rekur Nord Stream gasleiðslurnar, eða öllu heldur rak, því eins og flestum mun kunnugt voru þær sprengdar í sundur.

Eftir að rússafóbía hafði ná í nýjar hæðir vegna viðbragða Rússa gagnvart Úkraínu, sem rekja má aftur til níðingsskapar Úkraína á Donbas svæðinu, gekk Schroeder úr stjórn Nord Stream fyrirtækisins en ekki viljugur eftir því sem best er vitað.

Það er sem sagt vandlifað í heimi alþjóðastjórnmálanna og aldrei að vita hver lendir næst í vandræðum í henni versu.

Böndin hafa borist að bandarískum yfirvöldum varðandi skemmdirnar á gasleiðslunum, en þar áður að úkraínsku áhugafólki um skemmdarverk, sem á að hafa damlað á skútu frá Póllandi (ef rétt er munað), kafað niður að leiðslunum, komið þar fyrir sprengiefni, siglt síðan á brott og ýtt á takka þ.e.a.s. hafi sprengjurnar ekki verið tímastilltar.

Hin tilgátan og sú sem mörgum þykir trúlegri, er sú að hinir bandarísku stórvinir Evrópu og heimsbyggðarinnar en samt ekki allrar, beri ábyrgð á gjörningnum. Á þeim að hafa gengið það til, að vilja tryggja sér sem bestan markað fyrir fljótandi gas, sem flutt er með skipum yfir hafið til að koma því í verð á evrópskum markaði.

Færðu inn athugasemd