Í hópi hinna viljugu þjóða

Á Wikipedia má finna m.a. eftirfarandi upplýsingar um innrás Bandaríkjanna og ,,hinna viljugu þjóða“ inn í Írak.

,,Íraksstríðið er stríð, sem hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða í Írak með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar. Innan bandaríska hersins þekkist stríðið undir heitinu Operation Iraqi Freedom (e. „Aðgerð Íraksfrelsi“). Formlega stóð stríðið sjálft yfir frá 20. mars 2003 til 1. maí 2003 en þá voru allar stærri hernaðaraðgerðir sagðar yfirstaðnar.[23] Við tók tímabil mikils óstöðugleika sjálfsmorðssprengjuárásahermdarverka og launmorða sem margir kjósa að kalla borgarastyrjöld. Stríðinu lauk 18. desember 2011.[24]

Mynd af vef Wikipedia.

Ástæðurnar sem gefnar hafa verið upp til réttlætingar á stríðinu hafa verið margs konar.

,,Kofi Annan hefur, ásamt fleiri gagnrýnendum, haldið því fram að stríðið hafi verið ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum en ekki náðist sátt um innrásina í öryggisráði S.Þ. líkt og tilfellið hafði verið í fyrra Persaflóastríðinu.“

Ísland var í hópi ,,hinna viljugu þjóða“, eins og það var látið heita, en vitanlega var þjóðin ekki raunverulegur þátttakandi í hildarleiknum, þátttakan var að nafninu til og að kalla má, sýndarmennska þáverandi ráðamanna þjóðarinnar.

Forustumaður írösku þjóðarinnar var Saddam Hussein og sá hafði m.a. unnið það sér til óhelgi, að hafa ráðist á Kúveit í einhverju mikilmennskuæði. Það með meiru, varð síðan til þess að Bandaríkin og fylgiríki þeirra fóru í þessa hernaðaraðgerð, sem lauk að segja má, með illa lukkaðri hengingu Saddams.

Þeir sem að innrásinni stóðu, – og þá er ekki átt við sýndarmennsku þáttökuna fyrrnefndu – hafa um langan tíma, eða frá og með nýlendutímanum, talið sig hafa þurft, að vera með áhrifavald hjá hinum olíuauðugu þjóðum á svæðinu.

Tilliástæða innrásarinnar var sú m.a., að ráðamenn í Írak lumuðu á eiturefnavopnum sem koma þyrfti í veg fyrir að yrðu notuð á nágrannaríki.

Í ljós kom að um var að ræða upplogna ástæðu svo sem við mátti búast.

Á vef mbl.is er þessara atburða minnst í dag og er það að vonum, því forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tóku ákvörðunina um að klína Íslandi í flokk hinna ,,viljugu“, eins og það var kallað og þar með sitja þeir flokkar uppi með ,,heiðurinn“, eða réttara sagt skömmina, af því að hafa komið þjóð sinni á listann fyrrnefnda.

Margvísleg óþverraverk voru unnin í þessu stríði líkt og gerist oftast, ef ekki alltaf þegar deilur eru afgreiddar með styrjöldum milli þjóða.

Hér verður látið nægja að minna á Abu Graib fangelsið, þar sem bandarísk ómenni urðu þjóð sinni til skammar og það sem fyrr var imprað á varðandi hengingu Saddams Husseins.

Þar vildi ekki vildi betur til en svo, að höfuðið slitnaði af leiðtoganum, efir að hann hafði spurt böðla sína eitthvað á þá leið: hvort þeim þætti sómi í, að fara svona með leiðtoga þjóðar sinnar?

Færðu inn athugasemd