Bandarískir borgarar í Gaza

Á vef Al Jazeera er viðtal við bandarískan ríkisborgara sem lokaður er inni á Gaza og þar kemur fram að um 200 bandarískir ríkisborgarar séu þar í gíslingu hers Ísraela.

Fólkið lokaðist þar inni líkt og íbúarnir á svæðinu, en gera má ráð fyrir að Palestínuarabarnir séu vanari innilokuninni.

Ástandið er hörmulegt á svæðinu og í viðtali við Bandaríkjamanninn kemur fram að ferska vatnið sé búið og nú verði fólk að drekka m.a. saltmengað vatn, sem maðurinn telur vera sér lífshættulegt vegna heilsufarsins.

Sögurnar sem berast af svæðinu eru flestar eitthvað í þessa áttina, að ógleymdum árásum sem gerðar hafa verið á Gaza, en sú umtalaðasta, er árásin sem gerð var á sjúkrahúsið á dögunum, þar sem hundruð manna, karlar, konur og börn fórust.

Hvað mönnum gengur til með að fremja glæp af þessu tagi er torvelt að skilja og gildir þá vitanlega einu, hvort er um að ræða að Ísraelsher hafi framið glæpinn, eða Hamaz samtökin.

Biden er búinn að vera í heimsókn í Ísrael þar sem hjann ræddi við ráðamenn og lofaði þeim öllu fögru, s.s. stuðningi og samsöðu, en taldi samt, allt að því innan sviga, að koma þyrfti á samningaviðræðum.

Fleiri hafa tjáð sig og besti fjandvinur Bidens (fyrir utan heimilishundinn), Putin sagði í viðtali við Russya Today að einu gilti hverjir hefðu ráðist á sjúkrahúsið, verknaðurinn ætti að sanna mönnum að tími væri kominn til að setjast að samningum.

Á meðan málið þæfist fram og aftur, hlaðast stríðsglæpirnir upp hverjir af öðrum líkt og svo lengi hefur verið á þessu heimshorni sem víðar.

Friðarsamtökin og samráðsvettvangurinn Sameinuðu þjóðirnar virðast vera hættar að starfa og þaðan heyrist fátt annað en þögnin ein og gildir þar hið sama, hvort heldur er verið að tala um stríðsglæpi í Palestínu, eða styrjöldina sem geisar á milli Rússlands og Úkraínu.

Það er löngu kominn tími til að lægja ófriðaröldurnar og stöðva ófriðinn, því á þessu ástandi græða engir, nema vopnaframleiðendur sem fengið hafa ómældan aðgang að skattfé þeirra landa sem í hlut eiga.

Það er löngu kominn tími til, að talað sé fyrir friði og slegið á putta óvitanna sem virðast ekki geta greint, rétt frá röngu.

Til að finna út hvað er ,,rétt“ og hvað ,,rangt“, verða menn að tala saman.

Færðu inn athugasemd